Samsýning

Í hlutanna eðli

Minjasöfn, Íslandi • 2004

Úr sýningarskrá

"Það eru margir skemmtilegir munir á Árbæjarsafni. Ég rakst á bleika pottaleppa sem voru gerðir löngu áður en feministar frelsuðu bleika litinn. Þeir voru festir saman með langri snúru til að konan gæti hengt þá á sig, þá voru þeir alltaf við höndina. Þetta var skólaskyldustykki stúlkna. Það skein samt af þessum pottaleppum að þeir höfðu verið í höndunum á sterkri ákveðinni konu. Mig langaði allt í einu til að gera karlmannspart og setja í hendurnar á henni og vita hvað mundi gerast. Það var framlag mitt á þessa sýningu."
- Dagný Guðmundsdóttir

Umfjöllun

Samsýning sex myndlistarmanna sem allir vinna á minjasöfnum. Þeir tengdu list og minjar saman með því að vinna verk með hliðsjón af safngrip. Þannig urðu til pör á farandsýningu sem byrjaði á Árbæjarsafni í nóvember 2004 en fór sumarið 2005 á hin söfnin þar sem myndlistarmennirnir starfa. Sýningin var styrkt af Menningarborgarsjóði.

Þeir sem stóðu að sýningunni voru:
Dagný Guðmundsdóttir
Minjasafn Reykjavíkur - Árbæjarsafn
Guttormur Jónsson
Byggðasafnið að Görðum Akranesi
Inga Jónsdóttir
Jöklasýning á Höfn
Jón Sigurpálsson
Byggðasafn Vestfjarða Ísafirði
Pétur Kristjánsson
Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði
Örlygur Kristfinnsson
Síldarminjasafnið á Siglufirði